Erlent

Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðstoðarmaður Lady Gaga var í göngutúr með hunda hennar þegar hann var skotinn fyrir utan heimili sitt og hundum hennar rænt.
Aðstoðarmaður Lady Gaga var í göngutúr með hunda hennar þegar hann var skotinn fyrir utan heimili sitt og hundum hennar rænt. Getty/Neilson Barnard

Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi.

Aðstoðarmaðurinn, Ryan Fischer, var að viðra hunda söngkonunnar, Koji, Miss Asia og Gustavo, sem eru allir franskir bolabítar.

Samkvæmt frétt Daily Mail var Fischer skotinn fyrir utan heimili sitt og var hann með meðvitund þegar lögregluþjónar komu á vettvang. Hann var fluttur á sjúkrahús og er ástand hans metið alvarlegt.

Fyrstu fregnir vestanhafs sögðu Fischer hafa verið skotin fjórum sinnum en því hefur verið breytt.

Búist er við því að hann muni jafna sig að fullu.

NBC í Los Angeles hafði áður sagt af skotárásinni og því að hundum hefði verið rænt.

Samkvæmt frétt TMZ hefur söngkonan heitið því að veita þeim sem skilar hundum hennar hálfa milljón dala.

Fischer hefur verið að passa hunda Lady Gaga, sem heitir fullu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta, á meðan hún er á Ítalíu við tökur kvikmyndarinnar Gucci.

Tilræðismennirnir tóku Koji og Gustavo og flúðu af vettvangi. Lögregluþjónar fundu Miss Asia skömmu eftir árásina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.