Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 08:55 Lögreglumenn standa vörð nærri úkraínska sendiráðinu í Madrid þar sem bréfsprengja sprakk í höndum starfsmanns í gær. AP/Paul White Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54