Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu.
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum.
Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018.
Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum.
Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.
— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022
Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm