Varað við eldgosi á stærstu eyju Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 08:07 Hraunspýjur í eldgosinu í Mauna Loa árið 1984. Gosið hefur 33 sinnum í fjallinu frá 1843 en þeim fylgja oft mikið hraunflæði. AP/Ken Love Yfirvöld á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí vara íbúa við að Mauna Loa, stærsta virka eldfjall eyjanna, gæti verið við það að gjósa. Jarðskjálftavirkni við tind fjallsins hefur aukist að undanförnu en Mauna Loa gaus síðast fyrir tæpum fjörutíu árum. Mauna Loa á Havaíeyju er rétt rúmur helmingur af heildarlandmassa eyjunnar og því gæti stórt svæði orðið fyrir áhrifum ef gos hefst þar. Síðast gaus þar árið 1984 en síðan hefur íbúafjöldinn meira en tvöfaldast. Fjöldi þeirra um 200.000 manns sem búa á eyjunni upplifðu því ekki gosið fyrir 38 árum. Almannavarnir á eyjunum halda nú fræðslufundi fyrir íbúa um hvernig þeir geti undirbúið sig. Sérfræðingar telja að hraun gæti náð þeim húsum sem standa næst gosgígum á aðeins örfáum klukkustundum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraun um tuttugu og fjögurra kílómetra leið að sjó á innan við þremur klukkustundum. Það gos stóð yfir í 23 daga og nam hraunrennslið um þúsund rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar er talið að rennslið í eldgosinu í Fagradalsfjalli í fyrra hafi numið um tólf rúmmetrum á sekúndu. Vísindamenn rekja aukna jarðvirkni í fjallinu til kvikusöfnunar. Allt að fjörutíu til fimmtíu jarðskjálftar hafa mælst á dag á svæðinu undanfarið. Ekki er þó enn talið að eldgos sé yfirvofandi. Um sjö hundruð heimili eyðilögðust þegar gaus í Kilauea-eldfjallinu á Havaíeyju sem er mun minna árið 2018. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16 Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Mauna Loa á Havaíeyju er rétt rúmur helmingur af heildarlandmassa eyjunnar og því gæti stórt svæði orðið fyrir áhrifum ef gos hefst þar. Síðast gaus þar árið 1984 en síðan hefur íbúafjöldinn meira en tvöfaldast. Fjöldi þeirra um 200.000 manns sem búa á eyjunni upplifðu því ekki gosið fyrir 38 árum. Almannavarnir á eyjunum halda nú fræðslufundi fyrir íbúa um hvernig þeir geti undirbúið sig. Sérfræðingar telja að hraun gæti náð þeim húsum sem standa næst gosgígum á aðeins örfáum klukkustundum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraun um tuttugu og fjögurra kílómetra leið að sjó á innan við þremur klukkustundum. Það gos stóð yfir í 23 daga og nam hraunrennslið um þúsund rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar er talið að rennslið í eldgosinu í Fagradalsfjalli í fyrra hafi numið um tólf rúmmetrum á sekúndu. Vísindamenn rekja aukna jarðvirkni í fjallinu til kvikusöfnunar. Allt að fjörutíu til fimmtíu jarðskjálftar hafa mælst á dag á svæðinu undanfarið. Ekki er þó enn talið að eldgos sé yfirvofandi. Um sjö hundruð heimili eyðilögðust þegar gaus í Kilauea-eldfjallinu á Havaíeyju sem er mun minna árið 2018.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16 Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16
Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52