Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 10:28 Úkraínsk leyniskytta að störfum í Kherson-héraði. Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir berjast við rússneska hermenn um Kinburn-skaga, sem þykir mjög mikilvægur. AP/Bernat Armangue Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46