Erlent

Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kona með barn í móttökubúðum fyrir flóttafólk í Moldavíu.
Kona með barn í móttökubúðum fyrir flóttafólk í Moldavíu. epa/Dumitru Doru

Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 

Gera má ráð fyrir að frost muni ná 20 gráðum á sumum svæðum.

WHO hefur skráð 703 árásir á heilbrigðisstofnanir frá því að innrás Rússa hófst. Síðustu misseri hefur innrásarherinn hins vegar einkum einbeitt sér að því að ráðst gegn orkuinnviðum en einnig borgaralegum skotmörkum.

Margir segja árásirnar til marks um örvæntingu Rússa, sem herja nú á úkraínsku þjóðina þar sem illa hefur gengið á vígvellinum.

Doktor Hans Henri Kluge, framkvæmdastjóri WHO í Evrópu, segir Úkraínumenn standa frammi fyrir myrkustu dögum átakanna til þessa. Þennan vetur verði markmiðið einfaldlega að lifa af. Hundruð heilbrigðisstofnana séu ekki eða hálfstarfhæfar og aðföng af skornum skammti.

Allt að þrjár milljónir manna gætu endað á að flýja landið í vetur til að leita hlýju og öryggis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.