Veður

Hvasst á sunnan­verðu landinu og gular við­varanir í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Hvassast verður sunnantil og má víða reikna snörpum vindhviðum sem geti staðbundið náð yfir 30 metrum á sekúndu.
Hvassast verður sunnantil og má víða reikna snörpum vindhviðum sem geti staðbundið náð yfir 30 metrum á sekúndu. Veðurstofan

Hvesst hefur í nótt og er nú norðaustan 13 til 18 metrar á sekúndu en 18 til 25 í vindstrengjum á sunnanverðu landinu.

Gular viðvaranir tóku gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi í morgun vegna norðaustan storms eða hvassviðris og eru þær ýmist  í gildi til klukkan 18 eða 19.

Á vef Veðurstofunnar segir að á Norður- og Austurlandi sé spáð skúrum eða éljum og rigningu sunnanlands. Hins vegar verði bjart með köflum og þurrt suðvestantil.

Hiti verður á bilinu eitt til sjö stig þar sem hlýjast verður syðst. Það dragi svo hægt úr vindi seinnipartinn.

„Austan og norðaustan 8-15 á morgun en sums staðar heldur hvassara sunnantil og á Vestfjörðum. Rigning í flestum landshlutum og búast má við talsverðri úrkomu fyrir austan. Yfirleitt skýjað suðvestanlands með dálítilli vætu af og til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 11 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s en 13-20 um landið suðaustanvert. Rigning, einkum austanlands, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.

Á föstudag: Austan og norðaustan 8-15. Yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og talsverð rigning á Austfjörðum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Suðaustan og austan 8-15 og rigning eða súld öðru hverju, einkum suðaustantil. Hiti 3 til 8 stig.

Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Gengur í norðlæga átt með éljum norðantil og skúrum fyrir austan en bjart með köflum á Suðvesturlandi. Hiti um eða yfir frostmarki norðanlands en allt að 7 stigum syðst.

Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt, bjart með köflum og frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Hæg vestanátt með stöku skúrum og hiti yfir frostmarki vestast síðdegis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.