Erlent

Þrír sak­felldir fyrir að skjóta niður MH17

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vélin var skotin niður í júlí árið 2014.
Vélin var skotin niður í júlí árið 2014. Getty/Soner Kilinc

Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 

Fjórir voru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á árásinni. Flauginni var skotið frá akri í Donbas-héraði í Úkraínu en tveir af þeim sakfelldu eru Rússar sem bjuggu á svæðinu, þar á meðal Igor Girkin, fyrrverandi varnarmálaráðherra sjálfstjórnarsvæðisins Alþýðulýðveldisins Donetsk. Þriðji karlmaðurinn er Úkraínumaðurinn Leonid Kharchenko sem leiddi herdeild málaliða í Donetsk sem tengjast Rússlandi. Hinn Rússinn, Sergey Dubinsky, var yfirmaður Kharchenko. 

Ólíklegt er að mennirnir þrír muni sitja inni fyrir glæp sinn. Enginn af þeim var viðstaddur við dómsuppkvaðningu og hefur enginn þeirra verið handtekinn. 

Alþjóðlegt rannsóknarteymi hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skotið hafi verið á vélina með rússnesku flugskeyti. Flugvélin var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr í Malasíu þegar hún var skotin niður. 


Tengdar fréttir

Segja Rússa hafa neitað að handtaka aðskilnaðarsinna vegna MH17

Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands.

Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17

Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.