Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Árni Sæberg skrifar 8. júní 2021 12:09 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september. MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september.
MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira