Veður

Veðrið teygir sig inn í næstu viku

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búist er við vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag.
Búist er við vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Spáð er mikilli rigningu í kvöld og næstu tvo daga, þá sérstaklega á Suðausturlandi. Viðbúið er að það muni vaxa í ám á svæðinu. 

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að fólk ætti að fara varlega sé það á ferð, þá sérstaklega við Hafnarfjall og Kjalarnes, undir Eyjafjöllum á Öræfum og á vestanverðum Tröllaskaga. 

Í kvöld er útlit fyrir aukningu í rigningu á sunnanverðu landinu. Sérstaklega verður mikil úrkoma á Suðausturlandi. 

„Það er alveg vert að nefna það að það verður mikil úrkoma þar í vikunni. Það á eftir að mæða svolítið á þeim þegar fram í sækir núna,“ segir Birta. 

Viðbúið er að það muni vaxa í ám á svæðinu og getur það valdið vandræðum. Veðurstofan fylgist þó vel með gangi málanna. Suðausturland getur tekið við ansi mikilli úrkomu. 

„Við erum að horfa fram á næstu tvo sólarhringana rúmlega fimm hundruð millimetra á þessu svæði við fjöll. Á miðvikudag og fimmtudag er einnig talsverð úrkoma í viðbót. Það er viðbúið að þetta geti haft áhrif. Það þarf að hreinsa vel frá niðurföllum og passa að það sé greið leið fyrir vatnið. Mesta úrkoman verður á sunnan- og suðaustanverðu landinu. Við erum ekki komin með neina úrkomuviðvörun, við erum að skoða þetta. Það er um að gera að fylgjast með því,“ segir Birta. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.