Enski boltinn

Liver­pool vann síðasta leikinn fyrir HM pásuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Darwin Núñez skoraði tvö mörk í dag.
Darwin Núñez skoraði tvö mörk í dag. Andrew Powell/Getty Images

Liverpool lagði Southampton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um er að ræða síðasta leik liðanna áður en deildin tekur sér pásu þangað til rétt fyrir jól vegna HM í Katar.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir snemma leiks með skalla eftir aukaspyrnu Andrew Robertson. Che Adams jafnaði hins vegar metin fyrir gestina örskömmu síðar, einnig með marki eftir aukaspyrnu. Að sjálfsögðu var það James Ward-Prowse sem tók spyrnuna fyrir Dýrlingana.

Darwin Núñez skoraði svo tvívegis, eftir sendingu Harvey Elliott og Robertson, áður en fyrri hálfleik var lokið og má segja að það hafi gert út um leikinn.

Staðan 3-1 í hálfleik sem og 3-1 þegar flautað var til leiksloka þó svo að gestirnir hafi fengið fín færi en tókst einfaldlega ekki að koma boltanum framhjá frábærum Alisson í marki Liverpool. Var þetta fjórði sigur Liverpool í röð í öllum keppnum. Með sigrinum fer liðið upp í 7. sæti með 22 stig á meðan Southampton er í 19. sæti með 12 stig.


Tengdar fréttir

Enginn Klopp á hliðar­línunni gegn Sout­hampton

Fyrsta verkefni Nathan Jones sem þjálfara Southampton verður talsvert auðveldara þar sem það verður enginn Jürgen Klopp geltandi á hann þegar Liverpool tekur á móti Dýrlingunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Jones kominn í Dýrlingatölu

Nathan Jones er nýr knattspyrnustjóri Southampton. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Dýrlingana.

Maðurinn sem Sout­hgate skildi eftir sökkti Man City

Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×