„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 10:30 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa æpt á fólk í Mar-A-Lago í Flórída, eftir slæmt gengi margra frambjóðenda sem hann studdi í kosningunum á þriðjudaginn. AP/Andrew Harnik Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. Á sama tíma vann Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, mikinn sigur í endurkjöri sínu en hann hefur lengi verið líklegur til að bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar 2024. Sjá einnig: Trump hótar DeSantis Washington Post hefur eftir tveimur bandamönnum DeSantis að hann muni líklega bíða þar til í maí, þegar ríkisþing Flórída lýkur störfum, með að lýsa formlega yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Það geti þó verið erfitt að segja til um hvað hann ætli að gera þar sem hann haldi spilum sínum oft þétt að sér. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Washington Post segir Trump hafa ætlað sér að nota þann góðan árangur sem búist var við hjá Repúblikanaflokknum fyrir kosningarnar sem stökkpall fyrir nýtt framboð en svo fór sem fór. WP hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi verið að leita ráða hjá ráðgjöfum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun. Í viðtali í gærkvöldi gaf Trump þó í skyn að hann hefði ekki tilefni til að fresta yfirlýsingu sinni. „Við náðum geysilegum árangri. Af hverju ætti eitthvað að breytast?“ spurði Trump meðal annars. Sjá einnig: Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Bandamenn Trumps hafa gagnrýnt hann opinberlega, samkvæmt frétt New York Times, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þar hafa þeir velt upp þeirri spurningu hvort hann eigi að leiða Repúblikanaflokkinn áfram. „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún,“ hefur NYT eftir David Urban, sem hefur lengi verið ráðgjafi Trumps. Peter King, annar bandamaður Trumps til langs tíma og fyrrverandi þingmaður, sagði einnig að hann væri þeirrar skoðunar að Trump gæti ekki lengur leitt flokkinn. Hann sagði í viðtali að Repúblikanaflokkurinn mætti ekki byrja að snúast um persónudýrkun á einum manni. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað sýnt tangarhald sitt á Repúblikanaflokknum. Hann situr á digrum kosningasjóðum og hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum úr flokknum með því að styðja aðra gegn þeim í forvali innan flokksins. Núverandi aðstoðarmenn hans segja umræðu um veika stöðu hans innan flokksins vera tilbúning fjölmiðla vestanhafs. J.D. Vance, verðandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Ohio, segist sannfærður um að bjóði Trump sig fram verði hann frambjóðandi flokksins 2024. „Fjölmiðlar skrifa minningargrein um stjórnmálaferil Trumps á hverju ári og á hverju ári erum við fljótt minnt á það að Trump er vinsælasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins,“ hefur NYT eftir Vance. Samkvæmt heimildum New York Times innan úr búðum Trumps hefur forsetinn fyrrverandi verið mjög reiður frá því slæmt gengi Repúblikana varð ljóst. Hann er sagður hafa beint reiði sinni að Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, og auðjöfrinum Steve Wynn, því þeir hafi sannfært hann um að styðja Mehmet Oz, sem tapaði gegn John Fetterman í baráttu um annað öldungadeildarþingsæti Pennsylvaníu. Reiði Trumps er einnig sögð hafa beinst að Melaniu Trump því hún eigi einnig að hafa veitt honum slæm ráð. New York Post, sem Trump hefur sagt að sé hans uppáhalds miðill, er með þessa forsíðu í dag. The New York Post's Thursday cover is brutal. pic.twitter.com/o2Bq5VSBeC— Oliver Darcy (@oliverdarcy) November 10, 2022 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Á sama tíma vann Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, mikinn sigur í endurkjöri sínu en hann hefur lengi verið líklegur til að bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar 2024. Sjá einnig: Trump hótar DeSantis Washington Post hefur eftir tveimur bandamönnum DeSantis að hann muni líklega bíða þar til í maí, þegar ríkisþing Flórída lýkur störfum, með að lýsa formlega yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Það geti þó verið erfitt að segja til um hvað hann ætli að gera þar sem hann haldi spilum sínum oft þétt að sér. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Washington Post segir Trump hafa ætlað sér að nota þann góðan árangur sem búist var við hjá Repúblikanaflokknum fyrir kosningarnar sem stökkpall fyrir nýtt framboð en svo fór sem fór. WP hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi verið að leita ráða hjá ráðgjöfum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun. Í viðtali í gærkvöldi gaf Trump þó í skyn að hann hefði ekki tilefni til að fresta yfirlýsingu sinni. „Við náðum geysilegum árangri. Af hverju ætti eitthvað að breytast?“ spurði Trump meðal annars. Sjá einnig: Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Bandamenn Trumps hafa gagnrýnt hann opinberlega, samkvæmt frétt New York Times, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þar hafa þeir velt upp þeirri spurningu hvort hann eigi að leiða Repúblikanaflokkinn áfram. „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún,“ hefur NYT eftir David Urban, sem hefur lengi verið ráðgjafi Trumps. Peter King, annar bandamaður Trumps til langs tíma og fyrrverandi þingmaður, sagði einnig að hann væri þeirrar skoðunar að Trump gæti ekki lengur leitt flokkinn. Hann sagði í viðtali að Repúblikanaflokkurinn mætti ekki byrja að snúast um persónudýrkun á einum manni. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað sýnt tangarhald sitt á Repúblikanaflokknum. Hann situr á digrum kosningasjóðum og hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum úr flokknum með því að styðja aðra gegn þeim í forvali innan flokksins. Núverandi aðstoðarmenn hans segja umræðu um veika stöðu hans innan flokksins vera tilbúning fjölmiðla vestanhafs. J.D. Vance, verðandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Ohio, segist sannfærður um að bjóði Trump sig fram verði hann frambjóðandi flokksins 2024. „Fjölmiðlar skrifa minningargrein um stjórnmálaferil Trumps á hverju ári og á hverju ári erum við fljótt minnt á það að Trump er vinsælasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins,“ hefur NYT eftir Vance. Samkvæmt heimildum New York Times innan úr búðum Trumps hefur forsetinn fyrrverandi verið mjög reiður frá því slæmt gengi Repúblikana varð ljóst. Hann er sagður hafa beint reiði sinni að Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, og auðjöfrinum Steve Wynn, því þeir hafi sannfært hann um að styðja Mehmet Oz, sem tapaði gegn John Fetterman í baráttu um annað öldungadeildarþingsæti Pennsylvaníu. Reiði Trumps er einnig sögð hafa beinst að Melaniu Trump því hún eigi einnig að hafa veitt honum slæm ráð. New York Post, sem Trump hefur sagt að sé hans uppáhalds miðill, er með þessa forsíðu í dag. The New York Post's Thursday cover is brutal. pic.twitter.com/o2Bq5VSBeC— Oliver Darcy (@oliverdarcy) November 10, 2022
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira