Erlent

Trump hótar DeSantis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump og Melania eiginkona hans ganga út af kjörstað í Florida í gær. 
Donald Trump og Melania eiginkona hans ganga út af kjörstað í Florida í gær.  AP Photo/Andrew Harnik

Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár.

Fastlega er búist við því að Trump hyggi á endurkomu og hefur DeSantis helst verið nefndur sem sá mótherji sem ætti möguleika gegn honum í forvali Repúblikanaflokksins.

Trump sagði í viðtali í gærkvöldi að DeSantis myndi gera mistök, ef hann byði sig fram til forseta og sagðist telja að grasrót flokksins myndi ekki líka sú ákvörðun. Þá hótaði hann því beinlínis að leka út neyðarlegum upplýsingum um DeSantis sem hann sagðist búa yfir.

„Ég veit meira um hann en nokkur annar, jafnvel meira en eiginkona hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi og tók fram að þær upplýsingar myndu ekki koma sér vel fyrir DeSantis ef þær litu dagsljósið. Trump fór þó ekki nánar út í þá sálma en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hótar keppinautum sínum að hann búi yfir meiðandi upplýsingum um viðkomandi.

Síðar í viðtalinu sagði hann þó að DeSantis væri fínn náungi og að það væri ekki vont á milli þeirra, enda væri Trump langt á undan honum í skoðanakönnunum.


Tengdar fréttir

„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“

Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun

Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×