Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2022 16:14 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15