Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 19:36 Ralph Hasenhüttl er atvinnulaus. Matt Watson/Getty Images Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina. Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira