Dagný setur spurningamerki við hversu „hröð“ hún er í FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 14:01 Dagný er mjög hissa á þessu öllu saman. Alex Burstow/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er ekki parsátt með einkunnagjöf sína í tölvuleiknum FIFA 23. Dagný telur sig vera töluvert hraðari á velli en einkunnaspjald hennar segir til um. Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira