Conte: Lendum í vandræðum þegar okkur vantar leikmenn Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2022 18:13 Antonio Conte. vísir/getty Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir stuðningsmenn félagsins þurfa að vera þolinmóðir. Tottenham tapaði öðrum leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle mætti á Tottenham leikvanginn og vann 1-2 sigur. „Við fengum mörg færi áður en þetta atvik með fyrsta markið þeirra kemur. Ef við myndum klára færin okkar betur hefðum við líklega skorað. Svo kemur þetta atvik. Ég vil ekki tjá mig um þessa ákvörðun dómarans,“ sagði Conte í leikslok. „Við fáum á okkur mark eftir langa spyrnu fram. Við vorum ofan á í leiknum þegar þeir skora sitt fyrra mark og svo kemur seinna markið úr skyndisókn. Eftir það var erfitt að koma til baka.“ Mikið leikjaálag er á liðum ensku úrvalsdeildarinnar þessa dagana, þá sérstaklega þeim liðum sem leika í Evrópukeppnum. Conte segir leikmannahóp Tottenham ekki ráða vel við slíkt álag. „Við erum að gera okkar besta. Í dag lögðum við okkur virkilega fram en við verðum að horfast í augu við þessa erfiðleika okkar. Þegar okkur vantar þrjá til fjóra leikmenn erum við í vandræðum. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman,“ sagði Conte. „Þegar þú spilar á þriggja daga fresti þarftu að hafa breiðan og sterkan hóp. Við erum rétt að hefja okkar vegferð. Við erum að spila í Meistaradeildinni og erum að reyna að bæta okkur skref fyrir skref. Við þurfum tíma og þolinmæði. Við erum að gera margt gott en þetta tekur tíma.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle upp í fjórða sætið eftir sigur á Tottenham Newcastle gerði góða ferð til Lundúna í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 23. október 2022 17:28 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
Tottenham tapaði öðrum leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle mætti á Tottenham leikvanginn og vann 1-2 sigur. „Við fengum mörg færi áður en þetta atvik með fyrsta markið þeirra kemur. Ef við myndum klára færin okkar betur hefðum við líklega skorað. Svo kemur þetta atvik. Ég vil ekki tjá mig um þessa ákvörðun dómarans,“ sagði Conte í leikslok. „Við fáum á okkur mark eftir langa spyrnu fram. Við vorum ofan á í leiknum þegar þeir skora sitt fyrra mark og svo kemur seinna markið úr skyndisókn. Eftir það var erfitt að koma til baka.“ Mikið leikjaálag er á liðum ensku úrvalsdeildarinnar þessa dagana, þá sérstaklega þeim liðum sem leika í Evrópukeppnum. Conte segir leikmannahóp Tottenham ekki ráða vel við slíkt álag. „Við erum að gera okkar besta. Í dag lögðum við okkur virkilega fram en við verðum að horfast í augu við þessa erfiðleika okkar. Þegar okkur vantar þrjá til fjóra leikmenn erum við í vandræðum. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman,“ sagði Conte. „Þegar þú spilar á þriggja daga fresti þarftu að hafa breiðan og sterkan hóp. Við erum rétt að hefja okkar vegferð. Við erum að spila í Meistaradeildinni og erum að reyna að bæta okkur skref fyrir skref. Við þurfum tíma og þolinmæði. Við erum að gera margt gott en þetta tekur tíma.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle upp í fjórða sætið eftir sigur á Tottenham Newcastle gerði góða ferð til Lundúna í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 23. október 2022 17:28 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
Newcastle upp í fjórða sætið eftir sigur á Tottenham Newcastle gerði góða ferð til Lundúna í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 23. október 2022 17:28