Enski boltinn

Conte: Lendum í vandræðum þegar okkur vantar leikmenn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty

Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir stuðningsmenn félagsins þurfa að vera þolinmóðir.

Tottenham tapaði öðrum leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle mætti á Tottenham leikvanginn og vann 1-2 sigur.

„Við fengum mörg færi áður en þetta atvik með fyrsta markið þeirra kemur. Ef við myndum klára færin okkar betur hefðum við líklega skorað. Svo kemur þetta atvik. Ég vil ekki tjá mig um þessa ákvörðun dómarans,“ sagði Conte í leikslok.

„Við fáum á okkur mark eftir langa spyrnu fram. Við vorum ofan á í leiknum þegar þeir skora sitt fyrra mark og svo kemur seinna markið úr skyndisókn. Eftir það var erfitt að koma til baka.“

Mikið leikjaálag er á liðum ensku úrvalsdeildarinnar þessa dagana, þá sérstaklega þeim liðum sem leika í Evrópukeppnum. Conte segir leikmannahóp Tottenham ekki ráða vel við slíkt álag.

„Við erum að gera okkar besta. Í dag lögðum við okkur virkilega fram en við verðum að horfast í augu við þessa erfiðleika okkar. Þegar okkur vantar þrjá til fjóra leikmenn erum við í vandræðum. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman,“ sagði Conte.

„Þegar þú spilar á þriggja daga fresti þarftu að hafa breiðan og sterkan hóp. Við erum rétt að hefja okkar vegferð. Við erum að spila í Meistaradeildinni og erum að reyna að bæta okkur skref fyrir skref. Við þurfum tíma og þolinmæði. Við erum að gera margt gott en þetta tekur tíma.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.