Veður

Stefnir í ró­leg­heita­veður þessa vikuna

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu eitt til átta stig í dag og verður hlýjast syðst.
Hiti á landinu verður á bilinu eitt til átta stig í dag og verður hlýjast syðst. Vísir/Vilhelm

Það stefnir í rólegheitaveður þessa vikuna sem sé væntanlega kærkomið eftir norðan hvassviðrið um liðna helgi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hægviðri og bjart veður verði í dag um allt land, en þó skýjað norðan heiða rétt í fyrstu. Hiti verður á bilinu eitt til átta stig og verður hlýjast syðst.

„Milt loft úr vestri kemur með suðvestanátt á morgun og á miðvikudag. Skýjað verður vestanlands, þurrt að kalla á þriðjudag en smáskúrir á miðvikudag. Bjart veður fyrir austan báða dagana.

Útlit fyrir hæglætisveður seinnihluta vikunnar og um helgina, þurrt að mestu en kólnandi.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestanátt, 8-15 m/s norðvestantil, en annars hægari. Skýjað vestanlands, en bjart austantil. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag: Austanátt, strekkingur syðst en annars hægari. Skýjað en úrkomulítið sunnanlands, en bjart norðantil. Heldur kólnandi og vægt frost í innsveitum norðaustanlands.

Á föstudag: Norðaustanátt, skýjað og stöku él eða skúrir norðan- og austanlands, en allvíða bjartviðri syðra. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst, en kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur) og sunnudag: Hæg breytileg átt, bjart með köflum norðaustanlands, en annars skýjað og yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.