Erlent

Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia

Bjarki Sigurðsson skrifar
Daphne Caruana Galizia var myrt árið 2017. Þessi mynd var tekin árið á undan.
Daphne Caruana Galizia var myrt árið 2017. Þessi mynd var tekin árið á undan. AP/Jon Borg

George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu.

Degiorgio-bræðurnir neituðu báðir að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins en Galizia lést í sprengjuárás eftir að sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist um í. Hún var rannsóknarblaðamaður og hafði fjallað ítarlega um Panamaskjölin og spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist þáverandi forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat.

Bræðurnir voru samt sem áður fundnir sekir og dæmdir í fjörutíu ára fangelsi. Vince Muscat, ekki skyldur forsætisráðherranum, hafði einnig fengið dóm fyrir málið. Hann játaði aðild og fékk fyrir vikið fimmtán ára dóm.

„Ég er feginn að þeir hafi verið sakfelldir og dæmdir. Nú snýst allt um málin sem eru eftir,“ hefur AP-fréttastofan eftir Matthew Caruana Galizia, syni Daphne. Enn eru einhverjir sakborningar í málinu sem eftir á að dæmi í haldi lögreglu.


Tengdar fréttir

Játar að hafa ráðið blaða­konuna Dap­hne Car­u­ana Galizia af dögum

Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum.

Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×