Erlent

Játar að hafa ráðið blaða­konuna Dap­hne Car­u­ana Galizia af dögum

Atli Ísleifsson skrifar
Daphne Caruana Galizia var myrt þar sem sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist í, nærri heimili sínu í Bidjina um miðjan október 2017.
Daphne Caruana Galizia var myrt þar sem sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist í, nærri heimili sínu í Bidjina um miðjan október 2017. EPA

Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum.

Frá þessu greinir Times of Malta í dag. Hin 53 ára Galizia var myrt í sprengjuárás, en sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist í, nærri heimili sínu í Bidnija á Möltu um miðjan október 2017.

Galizia skrifaði greinar, meðal annars í Sunday Times og The Malta Independent. Hún hélt sömuleiðis úti vinsælli bloggsíðu, Running Commentary – Daphne Caruana Galizia’s Notebook, lesendur hverrar töldu fleiri en öll maltneska þjóðin. Þar beindi hún sjónum sínum að stjórnmálamönnum og háttsettum mönnum í atvinnulífinu, með það að markmiði að afhjúpa spillingu.

Muscat, sem einnig er þekkur sem il-Koħħu og var handtekinn í desember 2017, er sagður vonast til að með játningunni muni hann fá vægari dóm í málinu. Beiðni hans um náðun af hendi forseta landsins var hafnað í síðustu viku af ríkisstjórn landsins.

Hinir tveir sem ákærður eru í málinu, bræðurnir George og Alfred Degiorgio, lýsa enn yfir sakleysi í málinu.

Eftir að játningin lá fyrir hafa þrír menn verið handteknir vegna gruns um að hafa útvegað árásarmönnum sprengiefni sem notað var í árásinni á Galizia.

Reuters segir frá því að auðjöfurinn Yorgen Fenech liggi einnig undir grun um að hafa átt aðild að málinu. Hann neitar sök.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×