Maltneska ríkið bar ábyrgð á dauða blaðamannsins Daphne Caruana Galizia Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 23:21 Daphne Caruana Galizia var myrt í október 2017. Getty/Emmanuele Contini Niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar á dauða maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segja að maltnesk yfirvöld þurfi að taka ábyrgð á dauða hennar, eftir að hafa skapað menningu refsileysis í landinu. Caruana Galizia fórst í sprengingu þegar hún hélt akandi út af heimili sínu þann 16. október 2017. Caruana Galizia sérhæfði sig í fréttamennsku um spillingu og er talið að rannsóknir hennar á spillingu á Möltu hafi leitt til dauða hennar. Saksóknarar á Möltu telja að kaupsýslumaðurinn Yorgen Fenech, sem er nátengdur háttsettum embættismönnum á Möltu, hafi staðið að baki morðinu. Fenech, sem bíður eftir að réttað verði yfir honum fyrir aðild að morðinu, hefur neitað ásökunum. Í desember 2017 voru þrír menn handteknir grunaðir um að hafa kveikt í sprengjunni. Einn hefur játað á sig morðið og samkvæmt samkomulagi við dómsyfirvöld afplánar hann nú fimmtán ára fangelsisdóm. Hinir tveir bíða enn réttarhalda. Sá sem játaði mun vera lykilvitni í dómsmálunum. Rannsóknin, sem komst að niðurstöðunni um ábyrgð maltneska ríkisins, var framkvæmd af einum starfandi dómara og tveimur dómurum sem farnir eru á eftirlaun. Niðurstöðurnar voru þær að hátt settir embættismenn á þeim tíma hafi myndað menningu um refsileysi og hafi morðingjar Caruana Galizia því ekki hræðst eftirmálana. Ríkið hafi brugðist þegar það viðurkenndi ekki hættuna sem stafaði að lífi Caruana Galizia og hafi mistekist að grípa til aðgerða til að vernda hana. Malta Tengdar fréttir Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22 Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20 Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Caruana Galizia fórst í sprengingu þegar hún hélt akandi út af heimili sínu þann 16. október 2017. Caruana Galizia sérhæfði sig í fréttamennsku um spillingu og er talið að rannsóknir hennar á spillingu á Möltu hafi leitt til dauða hennar. Saksóknarar á Möltu telja að kaupsýslumaðurinn Yorgen Fenech, sem er nátengdur háttsettum embættismönnum á Möltu, hafi staðið að baki morðinu. Fenech, sem bíður eftir að réttað verði yfir honum fyrir aðild að morðinu, hefur neitað ásökunum. Í desember 2017 voru þrír menn handteknir grunaðir um að hafa kveikt í sprengjunni. Einn hefur játað á sig morðið og samkvæmt samkomulagi við dómsyfirvöld afplánar hann nú fimmtán ára fangelsisdóm. Hinir tveir bíða enn réttarhalda. Sá sem játaði mun vera lykilvitni í dómsmálunum. Rannsóknin, sem komst að niðurstöðunni um ábyrgð maltneska ríkisins, var framkvæmd af einum starfandi dómara og tveimur dómurum sem farnir eru á eftirlaun. Niðurstöðurnar voru þær að hátt settir embættismenn á þeim tíma hafi myndað menningu um refsileysi og hafi morðingjar Caruana Galizia því ekki hræðst eftirmálana. Ríkið hafi brugðist þegar það viðurkenndi ekki hættuna sem stafaði að lífi Caruana Galizia og hafi mistekist að grípa til aðgerða til að vernda hana.
Malta Tengdar fréttir Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22 Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20 Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22
Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20
Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03