Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 10:00 Kjartan Henry virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir KR. Vísir/Hulda Margrét Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni kvennaliðs KR í sumar. Gagnrýnisraddir hafa verið háværar og virðist sem þær hafi töluvert til síns máls. Jóhannes Karl Sigursteinsson gagnrýndi stjórn félagsins í upphafi leiktíðar og sagði svo starfi sínu lausu skömmu síðar. Chris Harrington og Arnar Páll Garðarsson tóku við stjórnartaumunum en hvorugur mun vera áfram í Vesturbænum. Sjá einnig: Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Sjá einnig: Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Sjá einnig: Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Einnig hefur gustað um karlalið félagsins. Fjármál KR í heild hafa mikið verið til umræðu, sérstaklega í ljósi umræðunnar um Kjartan Henry Finnbogason. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vísaði því á bug að um pólitíska ákvörðun væri að ræða og sagði að hann einn tæki ákvörðun varðandi spiltíma leikmanna. Sjá einnig: Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Samkvæmt upplýsingum Vísis var uppsagnarákvæði í samningi Kjartans Henry og ákvað KR að nýta sér það í gær, föstudag. Félagið virðist þó hafa viljað endursemja við leikmanninn. Þær viðræður virðast hafa siglt í strand frekar fljótt og birti Kjartan Henry áhugavert myndbrot á Twitter. Um er að ræða frægt atriði úr Steypustöðinni, með færslunni skrifar framherjinn svo einfaldlega „…“ Fjöldinn allur hefur líkað (e. Like) við færslu framherjans á Twitter. Þar á meðal er fjöldi fólks sem hefur tengingu við félagið, þar má til að mynda nefna: Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi leikmaður KR sem og íslenska landsliðsins Einstaklingur sem er í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins Hjalti Sigurðsson, leikmaður Leiknis R. sem er uppalinn í KR Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV og fyrrverandi leikmaður KR Arnar Páll Garðarsson, hluti af þjálfarateymi KR í Bestu deild kvenna í sumar Ásdís Karen Halldórsdóttir, Íslandsmeistari með Val og fyrrverandi leikmaður KR Birgir Steinn Styrmisson, fyrrverandi leikmaður KR – fæddur 2004 – sem spilar í dag á Ítalíu Hinn 36 ára gamli Kjartan Henry er KR-ingur í húð og hár. Hann ólst upp hjá KR, fór ungur að árum í atvinnumennsku en sneri svo heim og var hluti af sigursælasta liði KR á þessari öld. Varð hann tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Hann hélt svo aftur á vit ævintýranna og sneri heim sumarið 2021. Þá skrifaði hann undir samning þangað til eftir tímabilið 2023 en nú virðist sem hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Vissulega má setja spurningamerki við að gefa leikmanni á þessum aldri jafn langan samning og raun ber vitni. Nú virðist sem hann hafi verið uppsegjanlegur að loknum tveimur árum og þá ræður KR að sjálfsögðu hvað það gerir. Það eru tvær hliðar á öllum málum en fyrir þau okkar sem standa fyrir utan Frostaskjól og horfa inn þá virðist sem KR sé að sparka einum af sínum dáðustu sonum út á götu. Með þeirri ákvörðun gæti félagið jafnframt skaðað tengsl við fjölskyldu hans, vini og vandamenn. Eins og kemur fram hér að ofan er víða pottur brotinn á Meistaravöllum, sérstaklega hjá knattspyrnudeild félagsins virðist vera. Það er deginum ljósara að félagið hefur verið á betri stað fjárhagslega en það þýðir ekki að öll umgjörð þurfi að fara fjandans til. Það virðist nokkuð langt í það að KR fari að ógna toppliðum Bestu deildanna en þangað til er allavega hægt að sýna þeim sem þá eru hjá félaginu þá virðingu sem þau eiga skilið. Ef öll standa saman sem eitt þá gæti KR ef til vill aftur komist á þann stall sem félagið vill vera í íslenskri knattspyrnu. Höfundur er íþróttablaðamaður og KR-ingur. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni kvennaliðs KR í sumar. Gagnrýnisraddir hafa verið háværar og virðist sem þær hafi töluvert til síns máls. Jóhannes Karl Sigursteinsson gagnrýndi stjórn félagsins í upphafi leiktíðar og sagði svo starfi sínu lausu skömmu síðar. Chris Harrington og Arnar Páll Garðarsson tóku við stjórnartaumunum en hvorugur mun vera áfram í Vesturbænum. Sjá einnig: Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Sjá einnig: Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Sjá einnig: Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Einnig hefur gustað um karlalið félagsins. Fjármál KR í heild hafa mikið verið til umræðu, sérstaklega í ljósi umræðunnar um Kjartan Henry Finnbogason. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vísaði því á bug að um pólitíska ákvörðun væri að ræða og sagði að hann einn tæki ákvörðun varðandi spiltíma leikmanna. Sjá einnig: Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Samkvæmt upplýsingum Vísis var uppsagnarákvæði í samningi Kjartans Henry og ákvað KR að nýta sér það í gær, föstudag. Félagið virðist þó hafa viljað endursemja við leikmanninn. Þær viðræður virðast hafa siglt í strand frekar fljótt og birti Kjartan Henry áhugavert myndbrot á Twitter. Um er að ræða frægt atriði úr Steypustöðinni, með færslunni skrifar framherjinn svo einfaldlega „…“ Fjöldinn allur hefur líkað (e. Like) við færslu framherjans á Twitter. Þar á meðal er fjöldi fólks sem hefur tengingu við félagið, þar má til að mynda nefna: Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi leikmaður KR sem og íslenska landsliðsins Einstaklingur sem er í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins Hjalti Sigurðsson, leikmaður Leiknis R. sem er uppalinn í KR Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV og fyrrverandi leikmaður KR Arnar Páll Garðarsson, hluti af þjálfarateymi KR í Bestu deild kvenna í sumar Ásdís Karen Halldórsdóttir, Íslandsmeistari með Val og fyrrverandi leikmaður KR Birgir Steinn Styrmisson, fyrrverandi leikmaður KR – fæddur 2004 – sem spilar í dag á Ítalíu Hinn 36 ára gamli Kjartan Henry er KR-ingur í húð og hár. Hann ólst upp hjá KR, fór ungur að árum í atvinnumennsku en sneri svo heim og var hluti af sigursælasta liði KR á þessari öld. Varð hann tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Hann hélt svo aftur á vit ævintýranna og sneri heim sumarið 2021. Þá skrifaði hann undir samning þangað til eftir tímabilið 2023 en nú virðist sem hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Vissulega má setja spurningamerki við að gefa leikmanni á þessum aldri jafn langan samning og raun ber vitni. Nú virðist sem hann hafi verið uppsegjanlegur að loknum tveimur árum og þá ræður KR að sjálfsögðu hvað það gerir. Það eru tvær hliðar á öllum málum en fyrir þau okkar sem standa fyrir utan Frostaskjól og horfa inn þá virðist sem KR sé að sparka einum af sínum dáðustu sonum út á götu. Með þeirri ákvörðun gæti félagið jafnframt skaðað tengsl við fjölskyldu hans, vini og vandamenn. Eins og kemur fram hér að ofan er víða pottur brotinn á Meistaravöllum, sérstaklega hjá knattspyrnudeild félagsins virðist vera. Það er deginum ljósara að félagið hefur verið á betri stað fjárhagslega en það þýðir ekki að öll umgjörð þurfi að fara fjandans til. Það virðist nokkuð langt í það að KR fari að ógna toppliðum Bestu deildanna en þangað til er allavega hægt að sýna þeim sem þá eru hjá félaginu þá virðingu sem þau eiga skilið. Ef öll standa saman sem eitt þá gæti KR ef til vill aftur komist á þann stall sem félagið vill vera í íslenskri knattspyrnu. Höfundur er íþróttablaðamaður og KR-ingur.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira