Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Atli Arason skrifar 19. september 2022 23:30 Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR. KR Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins. Páll sagði í viðtali við 433.is að hann skilji gremju leikmanna og þjálfara KR en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum. Hildur Björg svaraði frétt 433 á Twitter. „Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur, sem á þar væntanlega við að kvartanir leikmanna KR hafi komið á borð Páls áður. Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022 Þetta mál á allt rætur sínar að rekja í skort á sjálfboðaliðum á leik KR og Selfoss í Bestu-deild kvenna í gær. Þar þurfti Hannah Tillet að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur eða réttir sjálfboðaliðar voru þá til staðar. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Christopher Harrington, annar að þjálfurum KR, að félagið yrði að sýna stelpunum virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. „Í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri í karla bolta þá væri þetta ekki neitt mál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvenna bolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera,“ sagði Harrington. Í viðtali við Stöð 2 í dag sagðist Páll formaður sinna nær öllum störfum sjálfboðaliða á leikjum KR að vallarþul frátöldum. Formaðurinn segir skort á sjálfboðaliðum m.a. endurspeglast í slæmu gengi liðsins. KR tapaði leiknum á móti Selfoss 3-5 og féll þar með úr Bestu-deildinni. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Páll sagði í viðtali við 433.is að hann skilji gremju leikmanna og þjálfara KR en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum. Hildur Björg svaraði frétt 433 á Twitter. „Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur, sem á þar væntanlega við að kvartanir leikmanna KR hafi komið á borð Páls áður. Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022 Þetta mál á allt rætur sínar að rekja í skort á sjálfboðaliðum á leik KR og Selfoss í Bestu-deild kvenna í gær. Þar þurfti Hannah Tillet að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur eða réttir sjálfboðaliðar voru þá til staðar. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Christopher Harrington, annar að þjálfurum KR, að félagið yrði að sýna stelpunum virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. „Í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri í karla bolta þá væri þetta ekki neitt mál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvenna bolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera,“ sagði Harrington. Í viðtali við Stöð 2 í dag sagðist Páll formaður sinna nær öllum störfum sjálfboðaliða á leikjum KR að vallarþul frátöldum. Formaðurinn segir skort á sjálfboðaliðum m.a. endurspeglast í slæmu gengi liðsins. KR tapaði leiknum á móti Selfoss 3-5 og féll þar með úr Bestu-deildinni.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25