Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 11:54 Úkraínskir hermenn á ferðinni í Donetsk-héraði. Getty/Paula Bronstein Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. Hersveitir Úkraínu hafa náð gífurlegum árangri í héraðinu á undanförnum dögum og rekið Rússa frá fjölmörgum bæjum og þorpum þar. Kirill Stremousov sagði þó í samtali við RIA fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að undanhaldið, sem hann kallaði endurskipulagningu, væri taktískt og verið væri að undirbúa árásir á Úkraínumenn. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna hefði verið stöðvuð og hún hefði kostað þá fjölmarga hermenn. Animated GIF showing progress of the Ukrainian counteroffensive in Kherson Oblast over the past 72 hours for @TheStudyofWar.Ukrainian forces have liberated over 1000 square kilometers in north Kherson over the past 3 days. https://t.co/bIb2tF61Xh pic.twitter.com/BU6w8IghZA— George Barros (@georgewbarros) October 5, 2022 Stremousov virðist vera að fegra hlutina nokkuð en Úkraínumenn virðast hafa stökkt Rússum á flótta í Kherson á undanförnum dögum og er óvíst hvar Rússar ætla að mynda nýja varnarlínu og hvort þeir hafi yfir höfuð burði til þess. Sjá einnig: Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínumönnum hefur einnig vegnað mjög vel í norðausturhluta Úkraínu þar sem þeir hafa einnig frelsað bæi og byggðir. Tvö hundruð þúsund nýir hermenn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að búið væri að kveðja tvö hundruð þúsund menn í herinn eftir að herkvaðning hófst í síðasta mánuði. Shoigu sagði þjálfun þeirra hafna en fréttir hafa borist af því að Rússar hafi sent alfarið óþjálfaða og illa búna menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu til að fylla upp í raðir Rússa á víglínunum í Úkraínu. Einn sérfræðingur sagðist í samtali við Wall Street Journal hafa séð vísbendingar um að Rússar hefðu sent lítið þjálfaða menn til herdeilda sem hefðu orðið verulega illa út. Það hjálpi Rússum lítið sem ekki neitt í að auka hernaðargetu þeirra. Tvær erfiðar leiðir í boði Aðrir segja Rússa eiga í ákveðnum vandræðum. Þeir geti ákveðið að senda lítið þjálfaða menn á víglínurnar til að bæta varnir sínar og reyna að stöðva sóknir Úkraínumanna. Þessi leið myndi líklegast skila Rússum litlum árangri. Hinn kosturinn er að Rússar gætu beðið til næsta árs. Sá tími yrði þá notaður til að þjálfa mennina vel og búa þá einnig vel fyrir komandi átök. Gallinn við það er að í millitíðinni gætu Úkraínumenn haldið áfram að reka Rússa frá stórum hlutum Úkraínu. Erfitt að segja til um hvert ástand rússneska hersins yrði þá. Grunnþjálfun í rússneska hernum tekur um þrjá til fjóra mánuði, við hefðbundnar kringumstæður. Rússar hafa þó misst marga af sínum reyndustu hermönnum, sem yrðu bestir í að þjálfa nýja hermenn á skjótum tíma, eða Rússar hafa ekki kost á því að flytja þá menn af víglínunum. Í einhverjum tilfellum hafa borist fregnir af því að menn sem skikkaðir voru til að ganga í herinn í herkvaðningunni séu að þjálfa aðra óreynda menn. Allir þurfa á endanum hvíld Einnig er erfitt að segja til um hve mikla getu Úkraínumenn hafa til að halda út miklum árásum á Rússa til lengri tíma. Það veltur á mannaforða, vopnaforða, birgðaneti Úkraínumanna, baráttuanda og mörgum öðrum þáttum. Úkraínumenn virðast þó ekki eiga við manneklu að stríða því um helgina tilkynnti herforingjaráð Úkraínu að hætt yrði við árlega herkvaðningu þetta árið. Flest vopn Úkraníumanna koma um þessar mundir frá Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum í Austur-Evrópu. Úkraínumenn hafa einnig lagt hald á mikið magn hergagna frá Rússum. Sjá einnig: Bandaríkjaforseti setur tugi milljarða í hernaðaraðstoð „Eitt það erfiðasta er að vita hvenær það þarf að stoppa,“ sagði einn sérfræðingur við Washington Post. Hann sagði góðan árangur eðlilega fela í sér mikla aukningu í baráttuanda en það kæmi alltaf að því að menn gætu ekki meir og þyrftu hvíld. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55 Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Hersveitir Úkraínu hafa náð gífurlegum árangri í héraðinu á undanförnum dögum og rekið Rússa frá fjölmörgum bæjum og þorpum þar. Kirill Stremousov sagði þó í samtali við RIA fréttaveituna, sem er í eigu rússneska ríkisins, að undanhaldið, sem hann kallaði endurskipulagningu, væri taktískt og verið væri að undirbúa árásir á Úkraínumenn. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna hefði verið stöðvuð og hún hefði kostað þá fjölmarga hermenn. Animated GIF showing progress of the Ukrainian counteroffensive in Kherson Oblast over the past 72 hours for @TheStudyofWar.Ukrainian forces have liberated over 1000 square kilometers in north Kherson over the past 3 days. https://t.co/bIb2tF61Xh pic.twitter.com/BU6w8IghZA— George Barros (@georgewbarros) October 5, 2022 Stremousov virðist vera að fegra hlutina nokkuð en Úkraínumenn virðast hafa stökkt Rússum á flótta í Kherson á undanförnum dögum og er óvíst hvar Rússar ætla að mynda nýja varnarlínu og hvort þeir hafi yfir höfuð burði til þess. Sjá einnig: Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínumönnum hefur einnig vegnað mjög vel í norðausturhluta Úkraínu þar sem þeir hafa einnig frelsað bæi og byggðir. Tvö hundruð þúsund nýir hermenn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að búið væri að kveðja tvö hundruð þúsund menn í herinn eftir að herkvaðning hófst í síðasta mánuði. Shoigu sagði þjálfun þeirra hafna en fréttir hafa borist af því að Rússar hafi sent alfarið óþjálfaða og illa búna menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu til að fylla upp í raðir Rússa á víglínunum í Úkraínu. Einn sérfræðingur sagðist í samtali við Wall Street Journal hafa séð vísbendingar um að Rússar hefðu sent lítið þjálfaða menn til herdeilda sem hefðu orðið verulega illa út. Það hjálpi Rússum lítið sem ekki neitt í að auka hernaðargetu þeirra. Tvær erfiðar leiðir í boði Aðrir segja Rússa eiga í ákveðnum vandræðum. Þeir geti ákveðið að senda lítið þjálfaða menn á víglínurnar til að bæta varnir sínar og reyna að stöðva sóknir Úkraínumanna. Þessi leið myndi líklegast skila Rússum litlum árangri. Hinn kosturinn er að Rússar gætu beðið til næsta árs. Sá tími yrði þá notaður til að þjálfa mennina vel og búa þá einnig vel fyrir komandi átök. Gallinn við það er að í millitíðinni gætu Úkraínumenn haldið áfram að reka Rússa frá stórum hlutum Úkraínu. Erfitt að segja til um hvert ástand rússneska hersins yrði þá. Grunnþjálfun í rússneska hernum tekur um þrjá til fjóra mánuði, við hefðbundnar kringumstæður. Rússar hafa þó misst marga af sínum reyndustu hermönnum, sem yrðu bestir í að þjálfa nýja hermenn á skjótum tíma, eða Rússar hafa ekki kost á því að flytja þá menn af víglínunum. Í einhverjum tilfellum hafa borist fregnir af því að menn sem skikkaðir voru til að ganga í herinn í herkvaðningunni séu að þjálfa aðra óreynda menn. Allir þurfa á endanum hvíld Einnig er erfitt að segja til um hve mikla getu Úkraínumenn hafa til að halda út miklum árásum á Rússa til lengri tíma. Það veltur á mannaforða, vopnaforða, birgðaneti Úkraínumanna, baráttuanda og mörgum öðrum þáttum. Úkraínumenn virðast þó ekki eiga við manneklu að stríða því um helgina tilkynnti herforingjaráð Úkraínu að hætt yrði við árlega herkvaðningu þetta árið. Flest vopn Úkraníumanna koma um þessar mundir frá Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum í Austur-Evrópu. Úkraínumenn hafa einnig lagt hald á mikið magn hergagna frá Rússum. Sjá einnig: Bandaríkjaforseti setur tugi milljarða í hernaðaraðstoð „Eitt það erfiðasta er að vita hvenær það þarf að stoppa,“ sagði einn sérfræðingur við Washington Post. Hann sagði góðan árangur eðlilega fela í sér mikla aukningu í baráttuanda en það kæmi alltaf að því að menn gætu ekki meir og þyrftu hvíld.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55 Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55
Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48
Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04
Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53