Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2022 13:14 Úkraínískur hermenn hvíla sig eftir að hafa náð Izium á sitt vald um miðjan september. AP/Evgeniy Maloletka Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram í Kherson héraði í suðri og í austri hafa hersveitir Úkraínu sótt inn í Luhansk hérað sem lengi hefur alfarið verið á valdi Rússa eftir mikla sigra í Kharkiv héraði á undanförnum vikum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir að her Úkraínu hafi náð að frelsa landsvæði í nokkrum héruðum sem Rússar segjast hafa innlimað. Harðir bardagar geisi á nokkrum víglínum. „En horfurnar í þessum átökum eru enn augljósar. Æ fleiri úr innrásarliðinu reyna að leggja á flótta og tala fallina í liði þeirra fer hækkandi. Það er vaxandi skilningur á því að Rússar hafi gert mistök með innrás sinni í Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Volodymyr Zelenskyy segir hersveitir ´hans vera í mikilli sókn víðs vegar um landið þar sem harðir bardagar geisi. Hér er hann með hermönnum skömmu eftir frelsun borgarinnar Izium.AP//Leo Correa Forsetinn óskaði í síðustu viku eftir skjótri meðferð á aðildarumsókn Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu, NATO, sama dag og Rússlandsforseti setti innlimun fjögurra héraða landsins á svið með athöfn í Rússlandi. Þrátt fyrir mikinn hernaðar- og efnahagsstuðning NATO ríkja er ósennilegt að Úkraína verði tekin inn í bandalagið í bráð. Þá var Úkraína samþykkt sem umsóknarríki að Evrópusambandinu hinn 23. júní. Macron vill nýjan samstarfsvettvang lýðræðisríkja Evrópu Leiðtogar rúmlega fjörtíu ríkja innan og utan Evrópusambandsins koma saman í Prag í Tékklandi á fimmtudag fyrir tilstuðlan Emmanuel Macron forseta Frakklands og með stuðningi Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Macron vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í álfunni til að vinna saman að öryggis- og efnahagsmálum. Hann vonist til að Úkraína verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Emmanuel Macron forseti Frakklands nýtur stuðnings Olafs Scholz kanslara Þýskalands um stofnun á nýjum vettvangi fyrir pólitískt samstarf lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Fabian Sommer Hugmyndir Frakklandsforseta þykja minna á hugmyndir Francois Mitterrand fyrrverandi forseta Frakklands um sameiningu Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins. Menn yrðu hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að nokkur ár eða áratugir gætu liðið þar til Úkraína fengi fulla aðild. Nema sambandið ákveði að gefa eftir í skilyrðum og grundvallaratriðum fyrir aðild. „Höfum eitt á hreinu. Að gefnu umfangi sameiningarinnar sem felst í aðild og metnaði Evrópusambandsins getur sambandið til skamms tíma ekki verið eina leiðin til að móta Evrópu," sagði Emmanuel Macron í ávarpi til Evrópuþingsins í gær. Vegna baráttu sinnar og hughrekkis væri Úkraína nú þegar hluti að evrópsku fjölskyldunni. Það væri söguleg skylda evrópuríkja að bregðast við nýrri stöðu og skapa það sem Macron vill kalla pólitískt bandalag Evrópu. „Þessi nýju evrópusamtök myndu gera lýðræðislegum evrópuþjóðum sem fylgja gildum okkar kleift að finna nýtt rými fyrir pólitískt samstarf , öryggismál, samstarf í orkumálum og samgöngumálum og fjárfestingar í innviðum þar sérstaklega ungt fólk gæti unnið saman," sagði Macron. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Frakkland NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55 Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. 3. október 2022 23:02 Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram í Kherson héraði í suðri og í austri hafa hersveitir Úkraínu sótt inn í Luhansk hérað sem lengi hefur alfarið verið á valdi Rússa eftir mikla sigra í Kharkiv héraði á undanförnum vikum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir að her Úkraínu hafi náð að frelsa landsvæði í nokkrum héruðum sem Rússar segjast hafa innlimað. Harðir bardagar geisi á nokkrum víglínum. „En horfurnar í þessum átökum eru enn augljósar. Æ fleiri úr innrásarliðinu reyna að leggja á flótta og tala fallina í liði þeirra fer hækkandi. Það er vaxandi skilningur á því að Rússar hafi gert mistök með innrás sinni í Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Volodymyr Zelenskyy segir hersveitir ´hans vera í mikilli sókn víðs vegar um landið þar sem harðir bardagar geisi. Hér er hann með hermönnum skömmu eftir frelsun borgarinnar Izium.AP//Leo Correa Forsetinn óskaði í síðustu viku eftir skjótri meðferð á aðildarumsókn Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu, NATO, sama dag og Rússlandsforseti setti innlimun fjögurra héraða landsins á svið með athöfn í Rússlandi. Þrátt fyrir mikinn hernaðar- og efnahagsstuðning NATO ríkja er ósennilegt að Úkraína verði tekin inn í bandalagið í bráð. Þá var Úkraína samþykkt sem umsóknarríki að Evrópusambandinu hinn 23. júní. Macron vill nýjan samstarfsvettvang lýðræðisríkja Evrópu Leiðtogar rúmlega fjörtíu ríkja innan og utan Evrópusambandsins koma saman í Prag í Tékklandi á fimmtudag fyrir tilstuðlan Emmanuel Macron forseta Frakklands og með stuðningi Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Macron vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í álfunni til að vinna saman að öryggis- og efnahagsmálum. Hann vonist til að Úkraína verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Emmanuel Macron forseti Frakklands nýtur stuðnings Olafs Scholz kanslara Þýskalands um stofnun á nýjum vettvangi fyrir pólitískt samstarf lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Fabian Sommer Hugmyndir Frakklandsforseta þykja minna á hugmyndir Francois Mitterrand fyrrverandi forseta Frakklands um sameiningu Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins. Menn yrðu hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að nokkur ár eða áratugir gætu liðið þar til Úkraína fengi fulla aðild. Nema sambandið ákveði að gefa eftir í skilyrðum og grundvallaratriðum fyrir aðild. „Höfum eitt á hreinu. Að gefnu umfangi sameiningarinnar sem felst í aðild og metnaði Evrópusambandsins getur sambandið til skamms tíma ekki verið eina leiðin til að móta Evrópu," sagði Emmanuel Macron í ávarpi til Evrópuþingsins í gær. Vegna baráttu sinnar og hughrekkis væri Úkraína nú þegar hluti að evrópsku fjölskyldunni. Það væri söguleg skylda evrópuríkja að bregðast við nýrri stöðu og skapa það sem Macron vill kalla pólitískt bandalag Evrópu. „Þessi nýju evrópusamtök myndu gera lýðræðislegum evrópuþjóðum sem fylgja gildum okkar kleift að finna nýtt rými fyrir pólitískt samstarf , öryggismál, samstarf í orkumálum og samgöngumálum og fjárfestingar í innviðum þar sérstaklega ungt fólk gæti unnið saman," sagði Macron.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Frakkland NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55 Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. 3. október 2022 23:02 Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. 3. október 2022 23:55
Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. 3. október 2022 23:02
Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. 3. október 2022 14:04
Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53