Veður

Gular við­vörun vegna rigninga og snjór eða slydda á fjall­vegum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu tvö til níu stig.
Hiti á landinu verður á bilinu tvö til níu stig. Vísir/Vilhelm

Gular veðurviðvaranir eru áfram í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag vegna mikilla rigninga og má búast með vexti í ám og læknum. Þar að auki eru auknar líkur eru á skriðuföllum og grjóthruni á svæðinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að á sama svæði megi reikna með slyddu eða snjókomu á fjallvegum og sömuleiðis megi búast við erfiðum akstursskilyrðum – meðal annars á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði.

Annars spáir norðan og norðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu og víða rigningu, en þrettán til tuttugu metrum um landið vestanvert.

Hiti verður á bilinu tvö til níu stig þar sem mildast verður við suðurströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Snýst í norðan og norðvestan 5-13 m/s, en vestan 10-15 norðaustanlands fram eftir degi. Rigning eða slydda norðantil, en bjart með köflum um landið sunnanvert. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Á föstudag: Norðvestan og norðan 8-15, en lægir á vestanverðu landinu. Rigning eða slydda með köflum, en þurrt og víða bjart sunnanlands. Hiti 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning eða slydda með köflum. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðlæg átt. Slydda eða snjókoma með köflum um landið norðanvert, og rigning á Suðausturlandi, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig.

Á mánudag: Gengur í suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnar smám saman.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og skúrir, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 9 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.