Leikur upp á líf og dauða milli Cooper og Rodgers Atli Arason skrifar 3. október 2022 17:45 Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City. Samsettt/Getty Images Seinna í kvöld fer fram leikur Leicester City og Nottingham Forest, viðureign sem breskir miðlar fullyrða að verði sá síðasti hjá knattspyrnustjóra annars hvors liðs. Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira