Veður

Vætu­samt á landinu öllu

Árni Sæberg skrifar
Rigning verður víðast hvar á landinu í dag.
Rigning verður víðast hvar á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Rigning verður í öllum landshlutum í dag, mest til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni. Búast má við allt að ellefu stiga hita og á morgun gæti hiti náð fjórtán stigum.

Nokkuð djúp lægð er yfir norðanverðu landinu og snýst vindur rangsælis í kringum miðjuna. Þannig er norðaustanátt á Vestfjörðum, norðvestanátt á sunnanverðu landinu og austanátt austantil, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Í dag verður norðan tíu til átján metrar hvassast norðvestantil en austlæg eða breytileg átt fimm til þrettán á Suðaustur og Austurlandi. Rigning í öllum landshlutum, mest á Ströndum á Tröllaskaga. Hiti verður á bilinu sex til ellefu stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Vestlæg átt, 3-8 m/s en 8-13 við suðurströndina. Skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir en snýst í sunnan og suðaustan 8-15 með rigningu sunnan og vestantil um kvöldið. Hiti 6 til 11 stig.

Á mánudag:

Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með ströndinni. Rigning og hiti 7 til 11 stig. Skýjað með köflum og þurrt norðaustanlands og heldur hlýrra í veðri.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt, 3-8 m/s. Rigning norðan og austantil í fyrstu og skúrir suðvestantil annars yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri en lítilsháttar skúrir við vesturströndina. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Útlit fyrir norðlæga átt, og kólnandi veður. Bjartviðri um landið sunnanvert en skýjað með dálítilli úrkomu norðantil. Hiti 2 til 7 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×