„Ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:01 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var sátt með sigurinn og að tryggja Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Vísir/Tjörvi Týr „Þetta verður aldrei þreytt, sem betur fer,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, en liðið varði titil sinn með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta fyrr í dag. Fyrir leik dagsins var vitað að sigur Vals myndi fella Aftureldingu sem og að tryggja liðinu sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er nú bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að maður ætti að leggja skóna á hilluna ef maður væri orðin þreytt á þessu. Ótrúlega sætt og stolt af liðinu, það er ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð og mjög langt síðan það var gert síðast hér á Íslandi,“ sagði fyrirliðinn og tók þar undir orð þjálfara liðsins sem nefndi sömu staðreynd í sínu viðtali. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, meiddist illa á hné í fyrri leik Vals og Slavía Prag í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mist telur nokkuð ljóst að um krossbandsslit sé að ræða en það væru þá hennar fjórðu á ferlinum. „Það var gríðarlega mikið sjokk að missa Mist. Hún er mjög mikilvægur hlekkur innan vallar sem utan hjá okkur og við ákváðum að nálgast þennan leik þannig í dag að við værum að gera þetta fyrir hana. Hún er búin að vera einn af okkar bestu leikmönnum í sumar og við söknum hennar mikið en þó gleðiefni að við séum að fá Lillý [Rut Hlynsdóttir] til baka. En ótrúlega leiðinlegt að það gerist á kostnað Mistar. Við söknum hennar mikið og ákveðnar í að klára þetta fyrir hana.“ Um leik dagsins og framhaldið „Mér fannst leikurinn gæðalega séð ekki upp á marga fiska en bikar undir og þægilegt að fara inn í síðasta leikinn og þurfa ekki að vinna hann, þó við ætlum að sjálfsögðu að fara inn í hann til að vinna.“ „Við erum að fara út í fyrramálið og eigum erfiðan leik við Slavia í miðri viku og erum að koma heim tveimur dögum fyrir leikinn á laugardaginn svo það er alveg gott að vera búnar að tryggja þetta fyrir þann leik. Að þurfa ekki að fara vera inn í óþægilegar aðstæður til að klára titilinn þá svo við erum mjög sáttar að klára þetta í dag,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 „Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30 Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Fyrir leik dagsins var vitað að sigur Vals myndi fella Aftureldingu sem og að tryggja liðinu sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er nú bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að maður ætti að leggja skóna á hilluna ef maður væri orðin þreytt á þessu. Ótrúlega sætt og stolt af liðinu, það er ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð og mjög langt síðan það var gert síðast hér á Íslandi,“ sagði fyrirliðinn og tók þar undir orð þjálfara liðsins sem nefndi sömu staðreynd í sínu viðtali. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, meiddist illa á hné í fyrri leik Vals og Slavía Prag í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mist telur nokkuð ljóst að um krossbandsslit sé að ræða en það væru þá hennar fjórðu á ferlinum. „Það var gríðarlega mikið sjokk að missa Mist. Hún er mjög mikilvægur hlekkur innan vallar sem utan hjá okkur og við ákváðum að nálgast þennan leik þannig í dag að við værum að gera þetta fyrir hana. Hún er búin að vera einn af okkar bestu leikmönnum í sumar og við söknum hennar mikið en þó gleðiefni að við séum að fá Lillý [Rut Hlynsdóttir] til baka. En ótrúlega leiðinlegt að það gerist á kostnað Mistar. Við söknum hennar mikið og ákveðnar í að klára þetta fyrir hana.“ Um leik dagsins og framhaldið „Mér fannst leikurinn gæðalega séð ekki upp á marga fiska en bikar undir og þægilegt að fara inn í síðasta leikinn og þurfa ekki að vinna hann, þó við ætlum að sjálfsögðu að fara inn í hann til að vinna.“ „Við erum að fara út í fyrramálið og eigum erfiðan leik við Slavia í miðri viku og erum að koma heim tveimur dögum fyrir leikinn á laugardaginn svo það er alveg gott að vera búnar að tryggja þetta fyrir þann leik. Að þurfa ekki að fara vera inn í óþægilegar aðstæður til að klára titilinn þá svo við erum mjög sáttar að klára þetta í dag,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 „Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30 Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45
„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30
Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00