Veður

Kröpp lægð og gular viðvaranir um allt land

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Búist er við stormi í kvöld og á morgun.
Búist er við stormi í kvöld og á morgun. vísir/vilhelm

Fyrsta haustlægðin lætur að sér kveða þessa dagana en gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í kvöld og vara fram að mánudegi. Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi undir kvöld með snörpum vindhviðum.

Á sunnudag snýst í norðvestan storm eða rok á austurhelmingi landsins. Þá mun snöggkólna með slyddu eða snjókomu á heiðum og fjallvegum á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofunnar.

Gular viðvaranir verða í gildi vegna veðurs á meira eða minna öllu landinu í kvöld og fram á mánudag. 

Vaxandi suðvestanátt, 10-18 m/s um hádegi og 15-23 undir kvöld, hvassast norðvestanlands. Súld eða rigning, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Gul viðvörun veðrur í gildi frá klukkan sex í kvöld.veðurstofan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.