Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 18. september 2022 21:22 Þær María og Harpa segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga til Lundúna til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. stöð 2/einar Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er stödd í Lundúnum og lýsti lýsti stemmningunni þar í borg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðbúnaður lögreglu er gríðarlegur og er búist við því að útförin slái öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín spjallaði einnig við samlanda sína og aðra sem höfðu beðið lengi í röð til að vitja drottningar. „Þetta var svolítil upplifun, mjög íburðamikið og magnað að sjá kistuna og krúnudjásnin ofan á. Það var verið að skipta um verði þegar ég kom þarna inn sem jók á sjónarspilið. Þannig það var bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Arnór Gunnar Gunnarsson, sagnfræðingur sem beið í þrettán og hálfan tíma áður en hann komst loks að líkkistu drottningar. „Það voru margir sem felldu tár, þetta var mjög tilfinningaþrungið,“ segir Arnór einnig. Harpa Hrund Berndsen og María Margrét Jóhannsdóttir segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga út til Lundúna þegar fregnir af andláti drottningar fóru að berast. „Við erum búnar að fylgjast með henni í gegnum tíðina,“ segir Harpa. Hún var ykkur kær, er það ekki? „Jú, við höfum verið að fylgjast með henni lengi og allri fjölskyldunni.“ Þær Harpa og María þurfa þó ekki að bíða í röð til að votta Elísabetu virðingu sína þar sem þær fengu nokkurs konar boðskort „Maður er nú með smá samviskubit að þurfa ekki að bíða í röð í þrettán klukkutíma og ég vona að það verði ekki baulað á okkur. En maður lætur sig hafa þetta,“ segir María að lokum. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Íslendingar erlendis England Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25 Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er stödd í Lundúnum og lýsti lýsti stemmningunni þar í borg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðbúnaður lögreglu er gríðarlegur og er búist við því að útförin slái öll áhorfsmet í Bretlandi. Kristín spjallaði einnig við samlanda sína og aðra sem höfðu beðið lengi í röð til að vitja drottningar. „Þetta var svolítil upplifun, mjög íburðamikið og magnað að sjá kistuna og krúnudjásnin ofan á. Það var verið að skipta um verði þegar ég kom þarna inn sem jók á sjónarspilið. Þannig það var bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Arnór Gunnar Gunnarsson, sagnfræðingur sem beið í þrettán og hálfan tíma áður en hann komst loks að líkkistu drottningar. „Það voru margir sem felldu tár, þetta var mjög tilfinningaþrungið,“ segir Arnór einnig. Harpa Hrund Berndsen og María Margrét Jóhannsdóttir segja ekkert annað hafa komið til greina en að fljúga út til Lundúna þegar fregnir af andláti drottningar fóru að berast. „Við erum búnar að fylgjast með henni í gegnum tíðina,“ segir Harpa. Hún var ykkur kær, er það ekki? „Jú, við höfum verið að fylgjast með henni lengi og allri fjölskyldunni.“ Þær Harpa og María þurfa þó ekki að bíða í röð til að votta Elísabetu virðingu sína þar sem þær fengu nokkurs konar boðskort „Maður er nú með smá samviskubit að þurfa ekki að bíða í röð í þrettán klukkutíma og ég vona að það verði ekki baulað á okkur. En maður lætur sig hafa þetta,“ segir María að lokum. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Íslendingar erlendis England Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25 Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Hundruðir þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. 18. september 2022 15:02
Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. 16. september 2022 14:25
Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. 16. september 2022 14:04