Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 14:04 Röðin liggur með fram bökkum Thames-árinnar. Ian West/PA Images via Getty Images Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35
Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29