Veður

Sól fyrir sunnan en rok og rigning á Norður- og Austur­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það verður gott veður í borginni í dag.
Það verður gott veður í borginni í dag. Vísir/Vilhelm

Helgarlægðin er nú gengin yfir landið og komin suðaustur á mið. Búast má við örlitlu roki með súld norðan- og austanlands í dag en úrkoma mun minnka þegar líður á daginn.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að í dag verði mun kaldara fyrir norðan og austan en hefur verið og hiti muni ekki ná nema um 5 til 10 stigum. 

Á Suður- og Vesturlandi er hins vegar annað uppi á teningnum í dag því þar er útlit fyrir sólríkt og fallegt veður og hita á bilinu 12 til 17 stig, hlýjast syðst á landinu. Í kvöld lægir vind og kólnar.

Á morgun snýr í suðvstanátt 5 til 13 m/s. Bjart veður nokkuð víða en skýjabakkar berast yfir vestanvert landið með hafáttinni. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Suðvestan 5-13 m/s og víða bjart veður, en skýjað og þurrt að kalla vestanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. 

Á þriðjudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil væta á norðanverðu landinu, hiti 3 til 8 stig. Hægari vindur sunnantil, bjart með köflum og hiti að 14 stigum yfir daginn.

Á miðvikudag og fimmtudag: Breytileg átt 3-8 og víða léttskýjað. Norðvestan 8-13 og dálítil rigning um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 12 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.

Á föstudag: Norðlæg átt 3-8 og rigning öðru hvoru norðantil á landinu, en þurrt sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Austan og suðaustanátt með smáskúrum, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 12 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×