Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2022 08:38 Almenningur syrgir fráfall drottningarinnar. Getty/Hesther Ng Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50
Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15