Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2022 08:38 Almenningur syrgir fráfall drottningarinnar. Getty/Hesther Ng Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50
Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15