Erlent

Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samkvæmt fréttum frá Bretlandi voru Anna og Karl, tvö elstu börn Elísabetar, ein hjá henni þegar hún lést í gær.
Samkvæmt fréttum frá Bretlandi voru Anna og Karl, tvö elstu börn Elísabetar, ein hjá henni þegar hún lést í gær. Getty/Mark Cuthbert

Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést.

Samkvæmt frétt slúðurmiðilsins Daily Mail voru Karl og Anna þegar í Skotlandi þegar fréttir um veikindi hennar bárust og voru því fljót að koma sér til hennar.

Elísabet lést tæpum fimm klukkustundum eftir að Buckingham tilkynnti að Elísabet væri undir sérstöku eftirliti lækna vegna veikinda. Enn er óvitað hvenær nákvæmlega Elísabet lést en tilkynning um andlát hennar barst formlega frá konungshöllinni klukkan 18:30 að staðartíma, eða klukkan 17:30 að íslenskum tíma.

Breskir fréttamiðlar greindu frá því í gær að Hinrik Bretaprins hafi náð að kveðja ömmu sína en svo reyndist ekki rétt. Hann var á leiðinni til Balmoral þegar fréttirnar bárust. Þegar hann kom voru börn Elísabetar, þau Karl, Anna, Andés og Játvarður, og bróðir Hinriks hann Vilhjálmur þegar í Balmoral. 


Tengdar fréttir

Vaktin: Stór dagur fram­undan í Bret­landi

Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er  nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag.

Myndasyrpa: Bretar syrgja drottninguna

Eftir að fréttir um fráfall Elísabetar II Bretadrottningar barst breskum almenningi í gær safnaðist fólk víða saman til að syrgja þann leiðtoga þjóðarinnar sem lengst sat í hásæti. 

Ein­hyrningsáætlun hrundið af stað eftir and­lát drottningar

Löngum hefur verið rætt um að breska krúnan sé með viðbragðsáætlanir í handraðanum, sem gripið er til þegar þjóðhöfðinginn deyr. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, og því ljóst að gera þarf ýmsar ráðstafanir, til að mynda hvað varðar útför hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×