Chelsea staðfestir fimm ára samning við Potter Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:00 Tekinn við Chelsea. Robin Jones/Getty Images Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun. Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton. Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31
Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11