Enski boltinn

Rétta þarf aftur í máli Ryan Giggs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ryan Giggs ásamt lögfræðiteymi sínu.
Ryan Giggs ásamt lögfræðiteymi sínu. Cameron Smith/Getty Images

Kviðdómi í máli Ryan Giggs tókst ekki að komast að niðurstöðu eftir að hafa rætt málið saman í alls tuttugu klukkustundir. Réttað verður aftur í málinu þann 31. júlí á næsta ári.

Hinn 48 ára gamli Giggs er fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari. Hann lék með Manchester United allan sinn feril og vann til fjölda verðlauna. Þá var hann um tíma aðstoðarþjálfari liðsins og svo þjálfari velska landsliðsins en Giggs er frá Wales.

Giggs er ásakaður um að beita þáverandi kærustu sína Kate Greville bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Var hann handtekinn þann 1. nóvember árið 2020 en samkvæmt Kate á Giggs að hafa skallað hana það kvöld sem og gefið systur hennar, Emmu, olnbogaskot í andlitið.

Giggs neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir:

„Herra Giggs sé augljóslega svekktur með að kviðdómur hafi ekki komist að niðurstöðu og að hann þurfi að fara aftur fyrir dómara.“

Þar kemur einnig fram að Giggs sé viss um að réttlætið muni á endanum hafa betur og hann verði hreinsaður af öllum ásökunum. Vísir fjallaði ítarlega um réttarhöldin og má sjá fréttir því tengdu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu

Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið

Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara.

Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur

Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville.

Réttar­höldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum sak­sóknara

Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni

Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate and­lega eða líkam­lega

Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×