Réttarhöldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum saksóknara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Ryan Giggs gæti átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. Christopher Furlong/Getty Images Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira