Enski boltinn

Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs mætir til réttarhaldanna í Manchester Crown réttinum en skuggi hefur fallið á ímynd hans þessa fyrstu þrjá daga.
Ryan Giggs mætir til réttarhaldanna í Manchester Crown réttinum en skuggi hefur fallið á ímynd hans þessa fyrstu þrjá daga. Getty/Christopher Furlong

Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær.

Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins.

Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir.

Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs.

Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti.

Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig.

Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í.

„Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars.

Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar.

Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld.

Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.