Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 07:31 Ryan Giggs mætir til réttarhaldanna í Manchester Crown réttinum en skuggi hefur fallið á ímynd hans þessa fyrstu þrjá daga. Getty/Christopher Furlong Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira