Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 09:11 Thomas Tuchel. vísir/Getty Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira