Segir að um augljóst brot á Ødegaard hafi verið að ræða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 11:01 Norðmaðurinn Martin Ødegaard og Daninn Christian Eriksen áttust við á sunnudaginn. Michael Regan/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Dermot Gallagher starfar í dag fyrir Sky Sports á Englandi og fer þar reglulega yfir umdeildustu dómaraákvarðanir liðinnar helgar. Það var af nægu að taka í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem myndbandsdómgæslan var enn og aftur þrætueplið. Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð. Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31
Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31
Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24