Veður

Ró­legra veður í vændum en síðustu rigningar­daga

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu átta til fjórtán stig í dag.
Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu átta til fjórtán stig í dag. Vísir/Vilhelm

Mun rólega veður er í vændum eftir tvo væna rigningardaga. Þó má búast við skúrum um mest allt land í dag og einhverri vætu norðan- og austantil á morgun.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Spáð er suðlægri eða breytilegri átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og skúrir í dag, en snýst svo í norðaustan, fimm til metrar á sekúndu, norðantil í kvöld. Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu átta til fjórtán stig í dag.

„Svo er að sjá að helgarveðrið verði lyngt og gott víðast hvar. Hiti á bilinu 10 til 15 stig að deginum en þar sem daginn er farið að stytta eykst dægursveiflan og ef bæði er, mjög hægur vindur og bjart yfir er oft stutt í næturfrostið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning um landið austanvert, annars þurrt að kalla og bjart með köflum sunnan- og suðvestanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á laugardag: Hæg breytileg átt og bjartviðri, en norðaustan strekkingur með suðausturströndinni. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á sunnudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en skýjað vestantil. Hiti 9 til 14 stig.

Á mánudag: Norðaustlæg átt og víða léttskýjað, en að mestu skýjað með norðurströndinni. Rigning suðaustanlands seinnipartinn. Hiti 7 til 15 stig, svalast norðvestantil.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og bjartviðri, en skýjað og dálítil væta um landið suðaustanvert. Milt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.