Dele Alli lánaður til Tyrklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Dele Alli mun leika í tyrknesku úrvalsdeildinni út tímabilið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið. Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum. Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum.
Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira