Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 13:01 Meðal þess sem hefur komið upp á yfirborðið vegna þurrka í Evrópu og Kína eru herskip nasista úr Seinni heimsstyrjöld, spænskir bautasteinar og margra alda gamlar Búddastyttur. Samsett Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua. Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Sjá meira
Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua.
Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Sjá meira
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð