Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United fyrir rúmri viku þegar liðið fékk slæma útreið gegn Brentford. Getty/Sebastian Frej Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz. Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz.
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira