Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United fyrir rúmri viku þegar liðið fékk slæma útreið gegn Brentford. Getty/Sebastian Frej Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira