Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 09:17 Hvarf nemendanna leiddi til mótmælaöldu í Mexíkó. Getty/Brett Gundlock Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka. Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka.
Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59
Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent