Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 09:17 Hvarf nemendanna leiddi til mótmælaöldu í Mexíkó. Getty/Brett Gundlock Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka. Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka.
Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59
Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34