Erlent

Báru kennsl á bein eins nemanda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Réttarmeinafræðingar eru búnir að bera kennsl á jarðneskar leifar nemanda sem hvarf í Guerrero-fylki í Mexíkó í september. Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan.

Það voru glæpamenn sem bentu yfirvöldum á líkamsleifarnar, bein sem fannst á ruslahaugum, en þau voru send til Austurríkis til greiningar.

Nemendurnir voru hinn 27.september við mótmæli í Iguala í Guerrero þegar þeir voru handteknir og hafa þeir ekki sést síðan. Spilling er sögð einkenna lögregluna en talið er að lögregla hafi komið nemunum til glæpamenna í kjölfar handtökunnar sem svo tóku þá af lífi. Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt mikilli gagnrýni vegna málsins og víða hefur komið til mótmæla.


Tengdar fréttir

Kveiktu í stjórnarráðsbyggingu

Hundruð námsmanna og kennara brutu rúður og kveiktu elda í stjórnarráðsbyggingu í Chilpancingo í Mexíkó í fyrrinótt. Fólkið krefst þess að 43 námsmönnum, sem rænt var 26. september, verði skilað aftur heilum á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×