Enski boltinn

Ödegaard nýr fyrirliði Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrirliði.
Fyrirliði. vísir/Getty

Norðmaðurinn Martin Ödegaard mun leiða lið Arsenal til leiks í ensku úrvalsdeildinni sem hefst um næstu helgi.

Félagið tilkynnti tíðindin á vef sínum í morgun.

Ödegaard hefur borið fyrirliðaband Arsenal í nokkrum leikjum á undirbúningstímabilinu og nú hefur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ákveðið að hann muni leiða liðið á komandi tímabili.

Pierre-Emerick Aubameyang hóf síðustu leiktíð sem fyrirliði Arsenal en var leystur undan þeim skyldum í lok síðasta árs, nokkrum vikum áður en hann yfirgaf félagið og hélt til Barcelona. Alexandre Lacazette bar oftast bandið eftir brotthvarf Aubameyang. Áður var Granit Xhaka, sem enn er leikmaður Arsenal, fyrirliði liðsins.

Hinn 23 ára gamli Ödegaard hefur verið fyrirliði norska landsliðsins undanfarið ár en hann hefur leikið 60 leiki fyrir Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins í ársbyrjun 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×